Notice: Undefined index: theme in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 10

Notice: Undefined variable: pagetitle in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 63
Magnús - Ferðapistill - 3. hluti
Magnús Már Magnússon
 

Notice: Undefined index: preview in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/sida.php on line 9

Notice: Undefined index: searchterms in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/sida.php on line 11

Ferðapistill - 3. hluti

 

Ekki ætla ég að rekja allt í smáatriðum sem á daga okkar dreif, en við fórum nokkrum sinnum inn í Kolding, m.a. í sund, en þar er yfirbyggð sundhöll með vatnagarði. Þar undu börnin vel  og sérstaklega þótti Oddi Vilberg gaman að henda sér fram af háum stökkpalli og sýndi hann mikla leikni og hugdirfsku í þessum æfingum sínum. Ragnar Fannberg dundaði sér hins vegar í barnapolli þar sem voru leikföng og hægt að sulla og sprauta. Í einni ferðinni átti að vísa minni kæru og tiltölulega löghlýðnu tengdamóður upp úr lauginni þar sem hún hafði ekki þvegið hárið á sér í sturtu (en hún hafði þvegið það heima um morguninn). Hún lýsir þessu vel í pistli á bloggsíðu sinni. Við röltum einnig um götur borgarinnar, fórum í skemmtilegan bæjargarð þar sem börnin gátu farið í alls konar tæki og Ragnar fór m.a. í siglingu á litlum árabáti á tjörn í garðinum (að sjálfsögðu með foreldrum sínum).

 
 

 sigling.jpg

 
 

Svo rann laugardagurinn 21. júní upp, en þá var komið að því að halda suður á bóginn. í sveitasælu skammt norðan við bæinn Grasten á Suður-Jótlandi, býr dóttir Hauks (Hulla) ásamt manni og börnum. Þangað var ferðinni heitið. Vel gekk að finna staðinn með hjálp tækisins, en vitanlega rataði Haukur þetta enda nokkrum sinnum áður heimsótt dóttur sína. Daginn áður hafði ég skutlað honum til Billund til að sækja bílaleigubíl. Hann datt í lukkupottinn og fékk mun stærri og flottari bíl en hann hafði pantað. Þetta var sjálfskiptur Opel Vectra station, splunkunýr og flottur. Við stoppuðum ekki lengi hjá Hullu en Haukur tók 3 afastráka með sér í bílinn og svo var ferðinni heitið norður á eyna Als, en þar er tækni - og skemmtigarðurinn Danfoss Universe. Svo var planið að mæta í grill hjá Hullu seinnipartinn. Við keyrðum í afskaplega góðu veðri framhjá Sönderborg og út á eyjuna Als. Danfoss Universe býður ungu fólki og fjölskyldum þeirra upp á ævintýraferðir inn í heim náttúru og tækni í ca 9 hektara ævintýragarði. Gestir takast á við líkamlegar áskoranir og kynnast heimi tækninnar með einstökum og skemmtilegum hætti. Gagnvirkum tækjum er beitt sem miðla töfrum bæði náttúru og tækni og útskýra sömuleiðis vel grundvallarlögmál vísindanna. Við komuna í garðinn vakti athygli gríðarstór bygging. "Blái teningurinn" var skáli sem Íslendingar reistu  á Expo 2000 sýningunni í Hannover. Forráðamönnum Danfoss leist svo vel á skálann að þeir keyptu hann að sýningu lokinni og reistu í hinum nýja tæknigarði sínum.

 
 

 dks1.jpg
Í Danfoss Universe - Blái teningurinn

gogr.jpg

 

 
 

dk11.jpgAð loknum skemmtilegum degi í tæknigarðinum var haldið til baka. Haukur og Ragna fóru að skila afastrákunum en  þar sem nokkuð var í að grillveislan hæfist ákváðum við að skoða konungshöllina í Grasten. Grasten er lítill og vinalegur bær nokkru norðar en Alnor og stendur við lítið vatn. Hinum megin vatnsins blasir höllin við, snjóhvít og fögur. Þar dvelja limir konungsfjölskyldunnar af og til á sumrum. Við gengum að höllinni og tókum einnig hring um afskaplega fagran hallargarðinn. Myndir frá þessum stað segja meira en mörg orð. Við ókum svo norður til Hullu og hlökkuðum til að gæða okkur á grilli og öðrum krásum. Þar dvöldum við til kvölds í góðu yfirlæti og og borðuðum á okkur gat. Börnin undu sér vel í sveitasælunni og Ragnar Fannberg tók ástfóstri við alla litlu kettlingana sem spókuðu sig um í garðinum. Síðan var haldið í náttstað, til hennar Vitu í húsinu Kernebo, í bænum Alnor, við norðabverðan Flensborgarfjörð. Vita er ekkja en leigir út herbergi sér til lífviðurværis. Húsið hennar stendur nálægt sjónum og garðurinn og nánasta umhverfi er líkast sem í Paradís væri. Þar var enda gott að dvelja og unaðslegt að vakna um morguninn og fá nýbakaðar bollur með kaffinu. Einnig má lesa meira um þennan skemmtilega dag á bloggsíðu Rögnu tengdamóður.

 

 
 

 dk10.jpgdk12.jpg

 

 
 

kisa.jpg 
Ragnar elskaði litlu kettlingana

dks3.jpg
Í hallargarðinum

dks2.jpg
Í hallargarðinum

dks5.jpg
Í morgunkaffi hjá Vitu

 
   
   
   

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!