Notice: Undefined index: theme in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 10

Notice: Undefined variable: pagetitle in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 63
Magnús - Ferðapistill - 2. hluti
Magnús Már Magnússon
 

Ferðapistill - 2. hluti

 

Þeir sem eiga eftir að lesa 1. hluta smelli hér. Bílaleigubíllinn sem við fengum við komuna til Billund var af gerðinni Toyota Verso, en við höfðum pantað bíl í Opel Zafiru flokknum, þ.e. 7 manna bíl. Versoinn telst að vísu 7 manna, en hann er þó mun minni en Zafira og sambærilegir bílar. Okkur leist ekki á blikuna þar sem von var á Rögnu tengdamóður og Hauki, en þau ætluðu að dvelja hjá okkur í nokkra daga áður en þau héldu áfram för sinni sunnar á Jótland þar sem dóttir Hauks býr.  Versoinn hefði kannski dugað okkur 5, en alls ekki ef við ætluðum 7 að keyra eitthvað um sveitirnar. Ég hringdi því í Herz á Billund og þeir lofuðu mér öðrum bíl. Ég fór því af stað á þriðjudagskvöldið (17. júní) til að sækja Rögnu og Hauk til Billund og skipta um bíl í leiðinni. Ég fékk Volkswagen Touran 7 manna dísilbíl sem reyndist bæði rúmgóður og ágætur bíll til ferðalaga. Daginn eftir var sól og blíða og við ákváðum að skreppa til bæjarins Ribe sem er vestarlega á Jótlandi, nokkru sunnar en Esbjerg. Þetta er einn elsti bær í Danmörku og ríkur af sögu og minjum. Við skoðuðuð víkingasafnið í bænum og var það um margt áhugavert, þótt ekki standist það samjöfnuð við Víkingasafnið í Jórvík sem við Guðbjörg skoðuðum í fyrra. Við röltum svo eftir götum í miðbænum sem margar voru þröngar og vinalegar. Við stöldruðum hins vegar við Dómkirkjuna því hún er ákaflega sérstök, margir mismunandi byggingarstilar. Ekki beint hægt að segja að hún sé stílhrein. Þennan dag var útimarkaður og skemmtileg stemming í miðbænum.

 
 


dk4.jpg
Á víkingasafninu í Ribe

dk5.jpg

Sérkennilegur byggingarstíll - Dómkirkjan í Ribe

 
 

Daginn eftir var stefnan sett út á hraðbrautina og ekið til Odense á Fjóni, sem Íslendingar hafa skírt Óðinsvé. Þar er skemmtilegur dýragarður. En og aftur kom vegaleiðsögutækið að góðum notum því við keyrðum heim að tröppum, ef svo má að orði komast. Börnin nutu þess að skoða dýrin og sýndi Ragnar Fannberg ýmis svipbrigði og notaði ýmsar upphrópanir til að lýsa undrun sinni og hrifningu. Gaman var að skoða fjöruga apana en hálf ógeðfellt að horfa á ljónin graðka í sig nautsskrokk með húð og hala. Mörgæsirnar voru ákafalega skemmtilegar og fjörugar. Eftir dýragarðsheimsóknina var ákveðið að keyra niður í miðbæ og skoða safn H.C. Andersens, hins heimsfræga danska rithöfundar. Það passaði að þegar við komum að dyrunum rétt yfir kl. 16 var búið að loka. Við fundum hins vegar húsið þar sem hann fæddist og bjó sem barn. Við höfðum verið heppin með veður, ágætlega hlýtt og sól af og til, en á heimleiðinni var eins og hellt væri úr fötu. Þetta veðurlag var svolítið einkennandi fyrir ferðina, stundum sól, stundum rigning, stundum hálfskýjað. Eins og á Íslandi fékk maður mörg afbrigði veðurs sama daginn.

 
 

dk6.jpg
Ragnar á spjalli við mörgæs

dk7.jpg
Undirritaður við hús H.C. Andersen 

 
 

 Meira síðar

 

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!