Notice: Undefined index: theme in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 10

Notice: Undefined variable: pagetitle in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 63
Magnús - Ferðapistill - 1. hluti
Magnús Már Magnússon
 

Ferðapistill - 1. hluti

 

Þá er komið að því að undirritaður standi við stóru orðin og riti smá ferðapistil um Danmerkurferðina. Við lögðum í hann laugardaginn 14. júni og var brottför með vél Iceland Express kl. 16.30. Smá seinkun varð á fluginu en það gekk hins vegar vel og var litli maðurinn hinn sprækasti. Á miðri leið tók ég upp GPS vegaleiðsögutækið mitt og gangsetti. Það sýndi mér staðsetningu vélarinnar  norður af Skotlandi og gaf upp að hraði vélarinnar væri nákvæmlega 783 kílómetrar á klukkustund. Athyglisvert. Þetta tæki átti hins vegar eftir að koma mikið við sögu í ferðinni, en meira um það síðar. Við lentum á Billund flugvelli kl. 9.30 að dönskum tíma. Er komið var í almenninginn ætlaði ég að skutlast á Herz-skrifstofuna og sækja bílaleigubílinn, en þá voru þar margir Íslendingar í sömu erindagjörðum og ein dönsk snót að afgreiða. Hún sinnti starfi sínu afar samsviskusamlega og gaf hverjum kúnna góðan tíma. Klukkan var því orðin rúmlega 11 þegar við loksins fengum bílinn og áttum þá fyrir höndum u.þ.b. klukkutíma keyrslu og skollið á svartamyrkur. Sumarnóttin er nefnilega ekki eins björt í Danaveldi og á Íslandi. Við áttum því fyrir höndum að keyra í myrkri um ókunnar sveitir og finna einn lítinn sumarbústað langt suður á Jótlandi. En þá kom GPS-tækið til skjalanna. Ég eignaðst þetta stórkostlega tæki um síðustu páska og nú var komið að því að hafa raunveruleg not af því. Ég stimplaði inn heimilisfangið, tækið kannaðist við það og leiddi okkur svo örugglega á áfangastað. Mér er til efs að við hefðum rambað á réttan stað fyrr en í björtu daginn eftir ef tækisins hefði ekki notið við.

 
  KortDK.jpg 
 

Sumarhúsið okkar var staðsett í Hejlsminde, sumarhúsabyggð um 20 mínútna akstur suður frá Kolding, og alveg við Litla-belti. Rauði punkturinn á myndinni hér að ofan sýnir hvar Hejlsminde er. Þetta var huggulegt og vel útbúið hús og aðstaðan hin besta, fyrir utan rúmin. Fyrsta verk okkar hinn fyrsta morgun var að finna verslun og kaupa inn - enda kotið matarlaust með öllu. Við fundum Dagli Brugsen verslun í Hejls, litlu þorpi í um þriggja mínútna akstursfjarlægð. Þennan fyrsta dag notuðum við til að skoða nánasta umhverfi, bæði akandi og gangandi. Við settumst svo niður með bæklinga og rit um Danmörku til að skipuleggja næstu daga. Við ákváðum að fara daginn eftir inn á mið-Jótland þar sem lítinn safari dýragarð var að finna. Það gekk vitanlega vel að finna garðinn með hjálp GPS-tækisins. Áfskaplega fagurt var að aka um sveitir Jótlands og græni liturinn allsráðandi, fór vel vil bláma himinsins. Þessi dýragarður var nú svosum ekkert merkilegur, en börnin skemmtu sér vel og Ragnar Fannberg var að sjálfsögðu uppnuminn af þessu öllu. En meiri ævintýri voru í vændum. Þennan dag  var sól og hlýtt og þegar við komum heim í bústað seinnipartinn var ákveðið að fara í smá gönguferð. Þegar við vorum rétt lögð af stað fór himinninn skyndilega að verða mjög úfinn og grár og við ákváðum því að snúa við og drífa okkur inn. Það stóð á endum að þegar við lokuðum dyrunum skall á þessi svakalega rigning og þrumurnar drundu í himinhvolfinu og leiftur eldinganna greinileg þótt úti væri dagsbirta. Skömmu síðar jókst hávaðinn í húsinu þegar gríðarleg haglélahrina reið yfir. Eins og sést á myndinni fylltust þakrennur og sólpallurinn við húsið varð alhvítur skamma stund.

 
 

Dk1.jpg

dk2.jpg 

dk3.jpg

Næsti pistill kemur inn mánudagskvöldið 7. júlí.