Notice: Undefined index: theme in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 10

Notice: Undefined variable: pagetitle in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 63
Magns - Kveðskapur afa
Magns Mr Magnsson
 

Kveðskapur afa

 afi.jpg
Á myndinni sjást vísanir í nokkur helstu
áhugamál afa. Krossgátur voru hans líf
og yndi, svo og veiðar, bæði
rjupnaveiðar og lax-
og silungsveiðar. Hann hafði gaman
af skák og tók stundum í spil. Bækur voru honum hugleiknar. Til að fullkomna þessa mynd
hefði þurft að vera mynd af
tóbakspungnum hans.

 Afi minn, Magnús Stefánsson (f.9.4.1907 - d. 8.10.2000),  var ljóða- og vísnaunnandi og setti sjálfur saman nokkrar stökur og tækifærisvísur. Hér eru nokkrar 

Hátíðarljóð ( 50 ára afmæli Hvanneyrarskólans 1939). Lag: Vormenn Íslands.

Hvanneyringar kæru bræður,
kærleiks víðu treystum bönd.
Alvaldur sem öllu ræður
okkur rétti hjálparhönd.
Íslands móðurmoldin frjóa,
margan hraustan elur svein.
Klæðum auðn í akra og skóga
svo aldin falli af hverri grein.

Látið óma ljóða strengi
landi og þjóð til blessunar.
Höndum saman traustum tengi
trúir ríkis borgarar.
Reynum þorið, ræktum landið,
rekum hindrun hverja á braut.
En ei má slíta bræðrabandið,
blessuð sé hver unnin þraut.

Staka (ort af gefnu tilefni).

Þundur ála yrkir flátt
illur sálarpeyi,
eflaust mála leggst hann lágt
á lífsins hála vegi.

Stökur.

Fönnin hverfur smátt og smátt,
spræk eru lömb í haga,
á hólnum lóan leikur dátt,
lofar bjarta daga.

Fuglar líða um loftin blá,
lindir úr hlíðum falla.
Blómin skríða brekku og lág.
Björkin prýðir hjalla.

Löngum hefur ljósið glætt
líf með nýju vori,
iðgræn jörðin ilmar sætt,
angan úr hverju spori.

Gamlingjarnir saman syngja,
söngurinn líkist englakór.
Það er engin þörf að yngja,
þyrfti aðeins leka af bjór.

Hér eru vanir veiðimenn,
vilja gjarnan fá’ann.
Þetta gengur illa enn,
aðeins leyft að sjá’ann.

Limið á trjánum er líflegt og grænt,
leika sér þrestir í greinum.
Oft hef ég kossum frá ungmeyjum rænt,
ástin er heitust í meinum.

Hingað margra liggur leið,
sér leita bóta og finna.
Hérna aumur inn ég skreið
en út gekk heill frá Binna.

Fræði mögnuð Finnur kann
þó flest af því sé bóla.
Fyrir langa löngu hann,
lærði í Svarta-skóla.

Anna Rós.

Fögur rós hjá garði grær
göfgi hrósar tunga.
Hvarmaljósin kvika skær,
kát er drósin unga.

Guðrún Arngrímsdóttir.

Blóm í varpa blítt ég sá
brosa við sólar risi.
Vermdi þig gæfan villu frá,
vetrarkulda og slysi.

A f m æ l i s v í s u r.

Hólmfríður Stefánsdóttir áttræð.

Á innsta bæ í Djúpadal
dafnaði mærin Fríða.
Hún fluttist úr þeim fjallasal,
fór um byggðir víða.

Mörgum veikum veitti lið,
vermdi kaldar mundir,
við ástar hlýja atlætið
var unað margar stundir.

Árin líða engin bið
áttíu að baki.
Ég óska þess að almættið,
yfir þér stöðugt vaki.

Sigurgeir Stefánsson áttræður.

Upp ertu vaxinn í eyfirskum reit,
á afskekktum bæ fram til dala,
þar sem í högum var búfé á beit
og börnum var ætlað að smala

Víða var hlaupið um móa og mel,
mörg voru erfið sporin,
en allt sem þú gerðir það gerðir þú vel,
að gróðrinum hlúðir á vorin.

Þú eignaðist maka og mannvænleg börn,
mesta það varð þín lukka.
Þú hófst þitt flugtak sem ungur örn
en áfram gekk lífsins klukka.

Nú þegar áttræður ert í dag
og una mátt vel þínu gengi.
Hugur minn sendir þér ljúflingslag,
leikið á hörpu strengi.

Elínborg Jónsdóttir níræð.

Mættu hin góðu máttarvöld
þér miðla hlýju og ljóma,
svo una megir þitt ævikvöld
við angan vors og blóma.

Sigurður Stefánsson fimmtugur.

Ilmur rauðra rósa
rýkur um Þórunnarstíginn.
Hefur hylli drósa,
halurinn aldurhniginn.
Afmælisdagar enda
eins og flestir hinir,
samúðarkveðju senda
Sigurði gamlir vinir.

Kristján Helgason 95 ára.

Ég kæra sendi kveðju í stefi
sem krotist á þinn hreina skjöld
og bið þess heitt að Guð þér gefi
gott og fagurt ævikvöld.

Anna María Jóhannsdóttir

Frúin á loftinu er fimmtug í dag,
falleg og elskuleg hnáta.
Hún spilar á fóninn sinn lag eftir lag,
svo langar mig helst til að gráta.

Daníel Guðjónsson 85 ára.

Fyrrist þig mæða og myrkur,
mildin í æðsta veldi.
Verði þín stoð og styrkur
og styðji á ævikveldi.

Guðrún Metúsalemsdóttir 67 ára.

Langþráðu takmarki loksins er náð
ég laus er frá efnahagsvanda.
Gullinu kringum mig get ég nú stráð
og gusað til beggja handa.

Guðrún Metúsalemsdóttir 70 ára.

Enn með sóma aldur ber,
ungur hljómar bragur.
Alltaf ljómar yfir þér,
æskublóminn fagur.

Magnús Már tvítugur.

Ég óska þess að árið nýtt
þér auðnu og farsæld spinni,
og vorið við þér brosi blítt
með birtu á lífsbraut þinni.

Hanna Guðrún Magnúsdóttir.

Hanna Guðrún heitir dama,
hún af öllum snótum ber.
Hún mun öðlast frægð og frama,
fögur bæði og skynsöm er.

Eins og drottning austurlanda,
er hún bæði prúð og sterk.
Víða í auðmýkt strákar standa
og stara á þetta furðuverk.

Arnar Már.

Tíu ára eitill snar,
Arnar Már hinn góði.
Standa klárar stelpurnar
í sturtu af táraflóði.

Hér er hópur góðra gesta
að gleðja drenginn sinn.
Þér ég óska alls hins besta
á afmælisdaginn þinn.

Staddur á Vopnafirði.

Ævin líður undrafljótt,
óskin rættist fína.
Hingað austur hef ég sótt,
heilladísi mína.

Við ýmis tækifæri.

Fegurð skarta fjöllin bláu
ferðalanga að sér hæna.
Tignarlegir tindar háu,
tróna yfir dalinn græna.

***

Oss var kennt að klífa brattann
svo kæmust við á betri stað.
En því var Guð að skapa Skrattann,
skrambans mistök voru það

***

Mætingin er miður góð,
margar tapast vinnustundir.
Í hörku gaddi og hríð ég stóð,
húsagafli Sjafnar undir.

***

Engin breyting, ekkert nýtt,
alltaf sami slaginn.
Vorið góða grænt og hlýtt,
gengur seint í bæinn.

Kröflu vantar orku oft,
er það hvimleið glíma.
Það ætti að virkja þingeyskt loft,
það entist um tíma.

***

Úr frera rísa háir hólar,
holt og móabörð.
Árdagsgeislar aprílsólar
yla kaldan svörð.

***

Ingi bauð okkur á fagnaðarfund,
fjórum körlum af eldra tagi.
Við áttum þar með honum indæla stund,
ánægður fór þaðan saddur magi.

Hann sýndi okkur flösku sem full var að sjá,
freyðandi mjöðurinn taugarnar æsti,
enginn skyldi þó öðrum það lá
þó aleigu sína í skápinn læsti.

Við sátum að drykkju í suðrænum þey,
sötruðum kaffi, það greinir minn penni.
En tappinn úr flöskunni tekinn var ei,
því trúlega hefði þá lækkað í henni.

***

Vímulaus æska um veglausan mar
mun villast í stormi og hríð.
Sitja skal heldur með bjórkollu á bar
uns birta upp vorhretin stríð.
Að dansa og syngja við glasanna glaum
og gleðjast við freyðandi vín,
vakna að morgni eftir dásemdar draum,
hver dýrðleg er barnæskan mín.

Til baka

   
   

   

Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!