Magnśs Mįr Magnśsson
 

Ferš į Flateyjardal sumariš 1989

 FlateyjardalurKort.jpg 

Sumarið 1989 bjó ég svo vel að eiga jeppa, eða allavega sýnishorn af jeppa. Þetta var í grunninn Suzuki sj410 jeppi en fyrri eigandi hafði hækkað hann upp töluvert, sett á hann stærri dekk, lyft toppinum og klætt hann skemmtilega innan. Þetta var því ágætis torfærutæki, enda notaði ég hvert tækifæri þetta sumar til að fara í lengri eða skemmri ferðir á afskekktar slóðir. Faðir vor fór með í þær nokkrar og ég mun væntanlega gera einhverjum þeirra skil á þessum vettvangi síðar. Ferðin sem ég ætla að fjalla um hér fórum við feðgar, ásamt Birki Má, sem var á þrettánda ári, út á Flateyjardal. Hann er eins og flestum er kunnugt, austast á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Í Dalsmynni, við bæinn Þverá, er beygt inn á jeppaslóð sem liggur uppá Flateyjardalsheiði. Þangað stefndum við þennan sólríka sumardag. Fljótlega komum við að Finnbogakambi, sem er kenndur við Finnboga ramma. Sagt er, að 15 óvinir hans hafi setið fyrir honum og honum hafi tekizt að drepa 12 þeirra áður en hjálp barst og þá flúðu þessir þrír, sem eftir lifðu. Ein myndanna er tekin á þessum kambi. Eftir nokkurn akstur komum við síðan að tóftum bæjar sem Heiðarhús heitir. Þar er sæluhús. Við skoðuðum tóftirnar (sjá myndir), en þess má geta að Jóhanna Magnúsdóttir langamma mín (móðir Magnúsar afa Stefánssonar) var fædd á þessum bæ árið 1864, ef ég man rétt.

Áfram héldum við og komum loks niður að sjó. Við fórum ekki alla leið að Brettingsstöðum, en það var höfuðból sveitarinnar, en fór í eyði 1953. Þegar við snérum til baka hittum við kunnugan mann sem benti okkur á að fara yfir Dalsá og skoða húsatóftirnar að Knarrareyri. Dalsá er allmikið vatnsfall sem rennur eftir dalnum og ekki auðvelt að fara yfir hana nema í fylgd kunnugra. Ingi Ragnar, en það hét maðurinn sem við hittum, sagði okkur nákvæmlega til hvernig best væri að fara yfir ána, og myndirnar sýna glögglega að Suzuki litli átti ekki í vandræðum með það. Skammt þar frá sem við tókum land austan ár voru rústir bæjarins að Knarraeyri og þar settumst við niður og fengum okkur hressingu (sjá mynd). Við röltum svo í átt að sjónum, en þar í flæðarmálinu eru tóftir afar merkilegra útihúsa (sjá kort) sem bóndinn Árni Tómasson reisti skömmu eftir aldamótin 1900. Þau eru listilega hlaðin og allt tré, sem vitanlega er rekaviður, pússað með glerbrotum. Línurnar í hleðslunum eru svo beinar að líkast er sem nútíma mælitækjum og aðferðum hafi verið beitt, eins og myndirnar sýna glögglega. Hins vegar hefur varðveislu þessara minja ekki verið sinnt og smám saman hefur sjávargangur og rof grafið undan húsunum. Fjárhúsið og hlaðan virðast hafi fallið einhvern tíma á síðustu árum. Á einni myndinni sést hve byggingarnar hafa látið á sjá, og er það mjög miður að ekki hafi tekist að bjarga þeim. Bóndinn á Þverá ræðir m.a. um þetta mál í Stikluþætti Ómars Ragnarssonar sem ber heitið Út til hafs og upp á jökul (Stiklur 9). Þar sjást einnig lifandi myndir af þessum merkilegu byggingum.  Þegar við héldum til baka ók ég pabba yfir ána og skyldi myndavélina eftir hjá honum. Ók svo yfir ána aftur og síðan til baka og þá voru meðfylgjandi myndir teknar af Suzuki á leið yfir ána.

 fld10.jpg  fld1.jpg
 Á Almannakambi skammt frá Finnbogakambi  Við Heiðarhús
   
 fld2.jpg  fld4.jpg
 Magnús Aðalbjörnsson og Birkir Már við Heiðarhús  Birkir Már - fjallið Hágöngur í baksýn
   
 fld11.jpg  fld5.jpg
 Brettingsstaðir  Nesti borðað við bæjartóftirnar á Knarrareyri
   
 fld6.jpg  fld7.jpg
 Við útihúsin á Knarrareyri - Flatey í baksýn  Útihúsin á Knarrareyri
   
 fld3.jpg  Knarrareyri.jpg
 Hér sést hve steinahleðslurnar eru listilega hlaðnar Sorgleg staðreynd - í dag eru útihúsin að mestu fallin (þessi  mynd er tekin af http://is.wikipedia.org/wiki/Knarrareyri )
   
 scan0002.jpg  fld9.jpg

 Suzuki á vaði yfir Dalsá - keyra þurfti all langa "vega"lengd niður og upp eftir ánni.

   
 fld8.jpg Hlaðan fremst - fjárhúsið þar fyrir aftan. Birkir Már gægist út um hlöðudyrnar og Mangi stillir sér upp á tóftarbroti.

Leggja orš ķ belg
2 hafa lagt orš ķ belg
15.10.2007 17:20:04
Žetta er skemmtilegur žįttur į heimasķšunni :) Hlakka til aš sjį fleiri feršapistla!
Žetta lagši Sigurrós ķ belginn
15.10.2007 20:19:37
Skemmtilegar minningar
Hafšu žökk fyrir, sonur, aš rifja upp žessa skemmtilegu ferš ķ Flateyjardalinn fyrir aldarfimmtungi. Myndirnar tala sķnu mįli um snilld Įrna į Knarrareyri sem hlóš veggina af stakri snilld og listfengi. žaš er illt aš įgangur sjįvar skuli vera bśinn aš vinna sitt eyšingarstarf. Eiginlega žyrfti Byggšasafn Žingeyinga aš eignast žessar myndir. Kęr kvešja. MA
Žetta lagši Magnśs Ašalbjörnsson ķ belginn