Þessi vetur hefur verið stjórnendum Vallaskóla nokkuð erfiður, þ.e. hvað varðar starfsmannahald. Í haust var ljóst að ýmsir kvenkynskennarar höfðu kúlu á maganum og eftir því sem á veturinn leið fór þeim fjölgandi, auk þess sem karlkynskennarar lögðu einnig sitt af mörkum. Hvorki fleiri né færri en 13 börn fæddust starfsmönnum skólans á skólaárinu. Í gær, þriðjudaginn 30. maí, kom þessi hópur saman til myndatöku og má sjá árangurinn hér að neðan. |
Ragnar Fannberg horfir aðdáunaraugum á Ólafíu vinkonu sína |
4 hafa lagt or belg