Notice: Undefined index: theme in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 10

Notice: Undefined variable: pagetitle in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 63
Magnús - Laugafell sumarið 1989
Magnús Már Magnússon
 

Laugafell sumarið 1989

Þetta er líklega síðsti ferðapistillinn sem ég skrifa sem lýsir ferð sem farin var sumarið 1989. Fyrri pistlar fjölluðu allir um ferðir frá þessu sumri og helgast það af því að veturinn áður hafði ég eignast Suzuki jeppann góða. Að sjálfsögðu var því sumarið notað til að skoða staði sem ég hafði ekki komið á áður og ekki hægt nema á jeppa. Í ágúst þetta sumar ákváðum við feðgar að keyra uppúr Eyjafjarðardal og að sæluhúsi Ferðafélags Akureyrar við Laugafell. Fyrsta myndin (þar sem faðir vor stendur við jeppann) er einmitt tekin ofarlega í dalnum, skömmu áður en komið er upp á hálendisbrúnina. Þegar komið er upp á hálendið er greiðfær slóði að sæluhúsinu, harðir sandar og blásnir melar. Þangað eru um 20 km. frá botni dalsins. 

Laugafell og Laugafellshnjúkur (892 og 987 m) eru norðaustan Hofsjökuls og sjást víða að. Hnjúkskvísl fellur á milli þeirra en Laugakvísl norðan við fellið. Laugarnar, sem það er kennt við eru í ás norðvestan Laugafells. Þar eru þrjár aðallaugar, sem mynda volgan læk. Laugarnar eru 40-50°C heitar. Við upphlaðna laug, sem laugalækurinn rennur í, er sæluhús Ferðafélags Akureyrar, reist árið 1948. Er við komum að skálanum var það okkar fyrsta verk að klæðast sundskýlum og baða okkur í ylvolgri lauginni. Unaðslegt var að láta ferðaþreytuna líða úr skrokknum. Veðrið var frábært, bjart og hlýtt, þrátt fyrir að við værum í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Að baði loknum tókum við upp mal okkar og nærðum okkur og að sjálfsögðu gengum við um svæðið og skoðuðum. Heimferðin gekk vel og ekki klikkaði Suzuki litli frekar en fyrri daginn. Síðan þetta var hef ég nokkrum sinnum komið að Laugafelli en þessi ferð er þó einna minnisstæðust vegna hins góða veðurs.

 Laugafell1.jpg
 
 Laugafell2.jpg
 
 Laugafell3.jpg
 
 Laugafell4.jpg
 
 Laugafell5.jpg
 
 Laugafell6.jpg

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
06.01.2008 16:26:23
Ógleymanleg ferð
Mig minnir að þetta hafi verið fyrsta ferðin mín upp í Laugafell en ekki sú síðasta. Ógleymanleg ferð í fegursta veðri. Suzuki hefur alltaf skilað sínu. Hafðu heila þökk, sonur fyrir upprifjunina.
Þetta lagði Magnad í belginn