Notice: Undefined index: theme in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 10

Notice: Undefined index: id in /var/www/virtual/betra.is/magnus/htdocs/includes/head.php on line 14
Magnús - Forsíða
Magnús Már Magnússon
 
Blogg

8. júlí 2008 | Ferðapistill - 3. hluti

 

Ekki ætla ég að rekja allt í smáatriðum sem á daga okkar dreif, en við fórum nokkrum sinnum inn í Kolding, m.a. í sund, en þar er yfirbyggð sundhöll með vatnagarði. Þar undu börnin vel  og sérstaklega þótti Oddi Vilberg gaman að henda sér fram af háum stökkpalli og sýndi hann mikla leikni og hugdirfsku í þessum æfingum sínum. Ragnar Fannberg dundaði sér hins vegar í barnapolli þar sem voru leikföng og hægt að sulla og sprauta. Í einni ferðinni átti að vísa minni kæru og tiltölulega löghlýðnu tengdamóður upp úr lauginni þar sem hún hafði ekki þvegið hárið á sér í sturtu (en hún hafði þvegið það heima um morguninn). Hún lýsir þessu vel í pistli á bloggsíðu sinni. Við röltum einnig um götur borgarinnar, fórum í skemmtilegan bæjargarð þar sem börnin gátu farið í alls konar tæki og Ragnar fór m.a. í siglingu á litlum árabáti á tjörn í garðinum (að sjálfsögðu með foreldrum sínum).

 
 

 sigling.jpg

 
 

Svo rann laugardagurinn 21. júní upp, en þá var komið að því að halda suður á bóginn. í sveitasælu skammt norðan við bæinn Grasten á Suður-Jótlandi, býr dóttir Hauks (Hulla) ásamt manni og börnum. Þangað var ferðinni heitið. Vel gekk að finna staðinn með hjálp tækisins, en vitanlega rataði Haukur þetta enda nokkrum sinnum áður heimsótt dóttur sína. Daginn áður hafði ég skutlað honum til Billund til að sækja bílaleigubíl. Hann datt í lukkupottinn og fékk mun stærri og flottari bíl en hann hafði pantað. Þetta var sjálfskiptur Opel Vectra station, splunkunýr og flottur. Við stoppuðum ekki lengi hjá Hullu en Haukur tók 3 afastráka með sér í bílinn og svo var ferðinni heitið norður á eyna Als, en þar er tækni - og skemmtigarðurinn Danfoss Universe. Svo var planið að mæta í grill hjá Hullu seinnipartinn. Við keyrðum í afskaplega góðu veðri framhjá Sönderborg og út á eyjuna Als. Danfoss Universe býður ungu fólki og fjölskyldum þeirra upp á ævintýraferðir inn í heim náttúru og tækni í ca 9 hektara ævintýragarði. Gestir takast á við líkamlegar áskoranir og kynnast heimi tækninnar með einstökum og skemmtilegum hætti. Gagnvirkum tækjum er beitt sem miðla töfrum bæði náttúru og tækni og útskýra sömuleiðis vel grundvallarlögmál vísindanna. Við komuna í garðinn vakti athygli gríðarstór bygging. "Blái teningurinn" var skáli sem Íslendingar reistu  á Expo 2000 sýningunni í Hannover. Forráðamönnum Danfoss leist svo vel á skálann að þeir keyptu hann að sýningu lokinni og reistu í hinum nýja tæknigarði sínum.

 
 

 dks1.jpg
Í Danfoss Universe - Blái teningurinn

gogr.jpg

 

 
 

dk11.jpgAð loknum skemmtilegum degi í tæknigarðinum var haldið til baka. Haukur og Ragna fóru að skila afastrákunum en  þar sem nokkuð var í að grillveislan hæfist ákváðum við að skoða konungshöllina í Grasten. Grasten er lítill og vinalegur bær nokkru norðar en Alnor og stendur við lítið vatn. Hinum megin vatnsins blasir höllin við, snjóhvít og fögur. Þar dvelja limir konungsfjölskyldunnar af og til á sumrum. Við gengum að höllinni og tókum einnig hring um afskaplega fagran hallargarðinn. Myndir frá þessum stað segja meira en mörg orð. Við ókum svo norður til Hullu og hlökkuðum til að gæða okkur á grilli og öðrum krásum. Þar dvöldum við til kvölds í góðu yfirlæti og og borðuðum á okkur gat. Börnin undu sér vel í sveitasælunni og Ragnar Fannberg tók ástfóstri við alla litlu kettlingana sem spókuðu sig um í garðinum. Síðan var haldið í náttstað, til hennar Vitu í húsinu Kernebo, í bænum Alnor, við norðabverðan Flensborgarfjörð. Vita er ekkja en leigir út herbergi sér til lífviðurværis. Húsið hennar stendur nálægt sjónum og garðurinn og nánasta umhverfi er líkast sem í Paradís væri. Þar var enda gott að dvelja og unaðslegt að vakna um morguninn og fá nýbakaðar bollur með kaffinu. Einnig má lesa meira um þennan skemmtilega dag á bloggsíðu Rögnu tengdamóður.

 

 
 

 dk10.jpgdk12.jpg

 

 
 

kisa.jpg 
Ragnar elskaði litlu kettlingana

dks3.jpg
Í hallargarðinum

dks2.jpg
Í hallargarðinum

dks5.jpg
Í morgunkaffi hjá Vitu

 
   
   
   

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!

6. júlí 2008 | Ferðapistill - 2. hluti

 

Þeir sem eiga eftir að lesa 1. hluta smelli hér. Bílaleigubíllinn sem við fengum við komuna til Billund var af gerðinni Toyota Verso, en við höfðum pantað bíl í Opel Zafiru flokknum, þ.e. 7 manna bíl. Versoinn telst að vísu 7 manna, en hann er þó mun minni en Zafira og sambærilegir bílar. Okkur leist ekki á blikuna þar sem von var á Rögnu tengdamóður og Hauki, en þau ætluðu að dvelja hjá okkur í nokkra daga áður en þau héldu áfram för sinni sunnar á Jótland þar sem dóttir Hauks býr.  Versoinn hefði kannski dugað okkur 5, en alls ekki ef við ætluðum 7 að keyra eitthvað um sveitirnar. Ég hringdi því í Herz á Billund og þeir lofuðu mér öðrum bíl. Ég fór því af stað á þriðjudagskvöldið (17. júní) til að sækja Rögnu og Hauk til Billund og skipta um bíl í leiðinni. Ég fékk Volkswagen Touran 7 manna dísilbíl sem reyndist bæði rúmgóður og ágætur bíll til ferðalaga. Daginn eftir var sól og blíða og við ákváðum að skreppa til bæjarins Ribe sem er vestarlega á Jótlandi, nokkru sunnar en Esbjerg. Þetta er einn elsti bær í Danmörku og ríkur af sögu og minjum. Við skoðuðuð víkingasafnið í bænum og var það um margt áhugavert, þótt ekki standist það samjöfnuð við Víkingasafnið í Jórvík sem við Guðbjörg skoðuðum í fyrra. Við röltum svo eftir götum í miðbænum sem margar voru þröngar og vinalegar. Við stöldruðum hins vegar við Dómkirkjuna því hún er ákaflega sérstök, margir mismunandi byggingarstilar. Ekki beint hægt að segja að hún sé stílhrein. Þennan dag var útimarkaður og skemmtileg stemming í miðbænum.

 
 


dk4.jpg
Á víkingasafninu í Ribe

dk5.jpg

Sérkennilegur byggingarstíll - Dómkirkjan í Ribe

 
 

Daginn eftir var stefnan sett út á hraðbrautina og ekið til Odense á Fjóni, sem Íslendingar hafa skírt Óðinsvé. Þar er skemmtilegur dýragarður. En og aftur kom vegaleiðsögutækið að góðum notum því við keyrðum heim að tröppum, ef svo má að orði komast. Börnin nutu þess að skoða dýrin og sýndi Ragnar Fannberg ýmis svipbrigði og notaði ýmsar upphrópanir til að lýsa undrun sinni og hrifningu. Gaman var að skoða fjöruga apana en hálf ógeðfellt að horfa á ljónin graðka í sig nautsskrokk með húð og hala. Mörgæsirnar voru ákafalega skemmtilegar og fjörugar. Eftir dýragarðsheimsóknina var ákveðið að keyra niður í miðbæ og skoða safn H.C. Andersens, hins heimsfræga danska rithöfundar. Það passaði að þegar við komum að dyrunum rétt yfir kl. 16 var búið að loka. Við fundum hins vegar húsið þar sem hann fæddist og bjó sem barn. Við höfðum verið heppin með veður, ágætlega hlýtt og sól af og til, en á heimleiðinni var eins og hellt væri úr fötu. Þetta veðurlag var svolítið einkennandi fyrir ferðina, stundum sól, stundum rigning, stundum hálfskýjað. Eins og á Íslandi fékk maður mörg afbrigði veðurs sama daginn.

 
 

dk6.jpg
Ragnar á spjalli við mörgæs

dk7.jpg
Undirritaður við hús H.C. Andersen 

 
 

 Meira síðar

 

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!

5. júlí 2008 | Ferðapistill - 1. hluti

 

Þá er komið að því að undirritaður standi við stóru orðin og riti smá ferðapistil um Danmerkurferðina. Við lögðum í hann laugardaginn 14. júni og var brottför með vél Iceland Express kl. 16.30. Smá seinkun varð á fluginu en það gekk hins vegar vel og var litli maðurinn hinn sprækasti. Á miðri leið tók ég upp GPS vegaleiðsögutækið mitt og gangsetti. Það sýndi mér staðsetningu vélarinnar  norður af Skotlandi og gaf upp að hraði vélarinnar væri nákvæmlega 783 kílómetrar á klukkustund. Athyglisvert. Þetta tæki átti hins vegar eftir að koma mikið við sögu í ferðinni, en meira um það síðar. Við lentum á Billund flugvelli kl. 9.30 að dönskum tíma. Er komið var í almenninginn ætlaði ég að skutlast á Herz-skrifstofuna og sækja bílaleigubílinn, en þá voru þar margir Íslendingar í sömu erindagjörðum og ein dönsk snót að afgreiða. Hún sinnti starfi sínu afar samsviskusamlega og gaf hverjum kúnna góðan tíma. Klukkan var því orðin rúmlega 11 þegar við loksins fengum bílinn og áttum þá fyrir höndum u.þ.b. klukkutíma keyrslu og skollið á svartamyrkur. Sumarnóttin er nefnilega ekki eins björt í Danaveldi og á Íslandi. Við áttum því fyrir höndum að keyra í myrkri um ókunnar sveitir og finna einn lítinn sumarbústað langt suður á Jótlandi. En þá kom GPS-tækið til skjalanna. Ég eignaðst þetta stórkostlega tæki um síðustu páska og nú var komið að því að hafa raunveruleg not af því. Ég stimplaði inn heimilisfangið, tækið kannaðist við það og leiddi okkur svo örugglega á áfangastað. Mér er til efs að við hefðum rambað á réttan stað fyrr en í björtu daginn eftir ef tækisins hefði ekki notið við.

 
  KortDK.jpg 
 

Sumarhúsið okkar var staðsett í Hejlsminde, sumarhúsabyggð um 20 mínútna akstur suður frá Kolding, og alveg við Litla-belti. Rauði punkturinn á myndinni hér að ofan sýnir hvar Hejlsminde er. Þetta var huggulegt og vel útbúið hús og aðstaðan hin besta, fyrir utan rúmin. Fyrsta verk okkar hinn fyrsta morgun var að finna verslun og kaupa inn - enda kotið matarlaust með öllu. Við fundum Dagli Brugsen verslun í Hejls, litlu þorpi í um þriggja mínútna akstursfjarlægð. Þennan fyrsta dag notuðum við til að skoða nánasta umhverfi, bæði akandi og gangandi. Við settumst svo niður með bæklinga og rit um Danmörku til að skipuleggja næstu daga. Við ákváðum að fara daginn eftir inn á mið-Jótland þar sem lítinn safari dýragarð var að finna. Það gekk vitanlega vel að finna garðinn með hjálp GPS-tækisins. Áfskaplega fagurt var að aka um sveitir Jótlands og græni liturinn allsráðandi, fór vel vil bláma himinsins. Þessi dýragarður var nú svosum ekkert merkilegur, en börnin skemmtu sér vel og Ragnar Fannberg var að sjálfsögðu uppnuminn af þessu öllu. En meiri ævintýri voru í vændum. Þennan dag  var sól og hlýtt og þegar við komum heim í bústað seinnipartinn var ákveðið að fara í smá gönguferð. Þegar við vorum rétt lögð af stað fór himinninn skyndilega að verða mjög úfinn og grár og við ákváðum því að snúa við og drífa okkur inn. Það stóð á endum að þegar við lokuðum dyrunum skall á þessi svakalega rigning og þrumurnar drundu í himinhvolfinu og leiftur eldinganna greinileg þótt úti væri dagsbirta. Skömmu síðar jókst hávaðinn í húsinu þegar gríðarleg haglélahrina reið yfir. Eins og sést á myndinni fylltust þakrennur og sólpallurinn við húsið varð alhvítur skamma stund.

 
 

Dk1.jpg

dk2.jpg 

dk3.jpg

Næsti pistill kemur inn mánudagskvöldið 7. júlí.

 


30. júní 2008 | Danmerkurmyndir

Þá er fjölskyldan komin heim eftir vel heppnaða Danmerkurferð. Undirritaður ætlar sér við fyrsta tækifæri að skrifa ferðapistil, en þangað til verða notendur að láta sér nægja að skoða myndir úr ferðalaginu.

http://magnus.betra.is/gallery/v/ferdalog/danmork2008/

 
 Fjölskyldan í garðinum við höllina í Grasten


16. jan. 2008 | Snjór

 

Aldrei fór það svo að ekki snjóaði á Selfossi. Veturinn til þessa hefur einkennst af rigningum og stormum og  rysjóttu veðri, en ekki hefur snjóað fyrr í vetur svo heitið geti. Jörð hefur hvítnað af og til, s.s. um jólin. Í gær fór svo að snjóa fyrir alvöru og urðu íbúðagötur fljótt ófærar litlum bílum. Starexinn öslaði þó í gegnum snjóinn af miklu öryggi. Það er ljúft að komast ferða sinna án þess að eiga á hættu að festa sig með tilheyrandi mokstri. Ekki það að mokstur getur verið hollur fyrir skrokkinn og ég hef að sjálfsögðu mokað að dyrum hússins og hreinsað aðeins að bílastæðinu. Gríðarmikill snjór er nú við húsið, mun meiri en sést á þessum myndum sem teknar voru í gær (þriðjudag). Spáð er hvassvirði en aðeins hefur blotnað svo ekki er víst að snjórinn fari allur á flug þó Kári klappi honum aðeins.

 
   
 

 snjor.jpg

 

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!

Nýjustu myndirnar
Mynd af handahófi